Rannsóknin

Rannsókn þessi er meistaraprófsverkefni í fjármálum fyrirtækja við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands til 30 (ECTS) eininga. Leiðbeinendur við rannsóknina voru Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Ísland og Magnús Þór Torfason, lektor við Harvard Business School, og eiga þeir þakkir skilið fyrir leiðbeiningu og gott viðmót. Ásamt Elmari og Magnúsi eiga allir þeir einstaklingar sem veittu viðtöl og ýmis konar ráðgjöf vegna rannsóknarinnar þakkir skilið. Allir þeir viðmælendur sem rætt var við vegna rannsóknarinnar eiga fullt þakklæti skilið en án undantekninga veittu þeir góðan aðgang að sér og sérfræðiþekkingu sinni vegna rannsóknarinnar. Þá var einnig fjöldi fólks sem lagði lóð sín á vogarskálarnar við rannsóknina með ráðgjöf, umræðum, yfirferð og jafnvel rannsóknarvinnu sem eiga þakkir skilið og ber þar sérstaklega að nefna Bergþóru Halldórsdóttir, lögfræðing, Grettir Jóhannesson fjármálasérfræðing, Kristín Norðfjörð, skattasérfræðing og Ásmund G. Vilhjálmsson, skattasérfræðing. Að lokum er óhugsandi að slíta þessum formála án þess færa fullar þakkir til algjörlega einstakrar konu, eiginkonu undirritaðs, Guðnýju Sigurmundsdóttur sem er kletturinn sem höfundur reisir tilveru sína á og það bakland sem þurfti til að klára þetta verkefni. Takk fyrir.

 

Maí 2014

 

Tryggvi Hjaltason