Lausnir

Það kom rannsakanda á óvart hversu afgerandi niðurstöður fengust úr rannsókninni. Nær allar niðurstöður úr viðtölum voru staðfestar af alþjóðlegum mælingum að einhverju leyti. Myndin er í raun afskaplega skýr; þegar kemur að rekstrarumhverfi hugbúnaðar- og sprotafyrirtækja á Íslandi felast veikleikarnir fyrst og fremst í ófullnægjandi fjármögnunarumhverfi, vanköntum á skattaumhverfinu og takmörkuðum aðgangi að sérfræðiþekkingu. En Ísland hefur líka marga styrkleika á þessum vettvangi og eru styrkleikarnir margir hverjir fólgnir í þáttum sem eru ekki eins breytanlegir og veikleikarnir eins og menningu, smæð, tengslum og aðgangi. Við rannsóknina voru ýmsar lausnir ræddar og rannsakanda bent á margar fyrirmyndir sem mögulega kynnu að gagnast Íslandi. Eftirfarandi kaflar kynna nokkrar af helstu lausnum og fyrirmyndum sem rannsakandi telur að geti verið til gagns á Íslandi.